Haus Labs

Haus Labs by Lady Gaga
Merki Haus Labs (2022)
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 17. september 2019 (2019-09-17)
Stofnandi Lady Gaga
Staðsetning El Segundo, Kalifornía, BNA
Lykilpersónur
  • Lady Gaga (Stofnandi)
  • Ben Jones (Framkvæmdastjóri)
  • Sarah Tanno (alþjóðlegur liststjóri)
Starfsemi Snyrtivörur
Tekjur US$ 141,7 milljónir[1] (2020)
Vefsíða  hauslabs.com

Haus Labs by Lady Gaga (eða einfaldlega Haus Labs; áður þekkt sem Haus Laboratories) er bandarískt vegan og grimmdarlaust snyrtivörumerki stofnað af Lady Gaga. Fyrirtækið og vörulínan voru sett á markað 17. september 2019 og þetta var fyrsta stóra snyrtivörulínan sem var sett á markað eingöngu á Amazon, og vörulínan var fáanleg í níu löndum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi, Japan, Bretlandi og Bandaríkjunum. Haus Labs var svo endurútgefið 9. júní 2022 og var þá selt í verslunum Sephora. Fyrirtækið auglýsir vörur sínar sem „ofurhlaðinn hreinan listrænan farða sem er knúinn áfram af nýsköpun“.

Haus Laboratories var upphaflega stofnað árið 2012 sem vörumerki fyrir ilmvatn, í tengslum við Coty Inc. sem er bandarískt fjölþjóðlegt snyrtivörurfyrirtæki og var stofnað árið 1904 og er þekkt fyrir að eiga nokkur vörumerki. Fyrsta ilmvatn þeirra, Fame, kom út sama ár, en annað ilmvatnið, Eau de Gaga, kom út árið 2014.

  1. Tilvísunar villa: Villa í <ref> tag; tilgreindu texta fyrir tilvísun með nafnið 2020revenue

© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search